Prestana burt

Ég hef mjög gaman að þessari umburðalyndu sveiflu sem lýsir sér helst í því að úthýsa prestum úr leikskólum. Þá vona ég að sömu leikskólar séu sjálfum sér samkvæmir og banni allar heimsóknir jólasveina, hætti öllu jóla- og páskaföndri, minnist ekki á Þorláksmessu og spreði ekki í jólatré. Páskafríið má heita Fríið sem aldrei er á sama tíma og Hvítasunnuhelgin Fríið sem er 40 dögum eftir fríinu sem aldrei er á sama tíma. Þetta er bara byrjunin. Næst verða Ásatrúarmenn látnir finna fyrir því....... eða hvað?

images


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Best væri að afleggja alla frídaga, jól, páska, hvítasunnu að sjálfsögðu. 1. maí ber líka of mikinn keim af Leníns-dýrkun fortíðar til að hægt verði að leyfa hann áfram. Dýrkunin á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar er náttúrlega algjört tabú.

Sunnudagurinn er meira að segja orðinn hæpinn sem frídagur, er hann það ekki vegna þess að hann var hvíldardagur einhvers karls með sítt hvítt skegg uppi á himnum fyrir þúsundum ára, sem þar auki var og er ekki til? 

Við byrjuðum nú reyndar að tína æsina burtu þegar við breyttum vikudögunum fyrir einhverju síðan, man nú ekki hvernig í því lá, alla vega erum við á undan öðrum Norðulandaþjóðum í þeim efnum, svo mikið veit ég.

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.11.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband