Enn í Vilnius - Lækjartorg drepið

Við Fóstbræður áttum fanta góðan konsert í dag. Við gengum frá hótelinu að konsertsalnum í kjólfötum. Þetta var eins og karnival, fólk hló og tók myndir. Það vissi enginn að þarna væri háalvarlegur kór á ferð. Tónleikarnir gengu ljómandi og voru öllum til sóma.

Ég sá á netinu að löggan var að skamma eiganda Segafredo á Lækjartorgi fyrir að hafa of mörg borð á torginu. Er ekki í lagi með þetta lið. Lækjartorg er eitt ógeðslegasta miðbæjartorg Evrópu og Segafredo kaffihúsið er það eina sem hefur glætt þetta útælda rónatorg lífi. Þetta er með ólíkindum og vonandi sér borgin sóma sinn í því að verðlauna eigendur Segafredo fyrir viðleitni sína að gæða borgina lífi. Kaffihúsið á ekki torgið, gott og vel. En hvað á þessu torgi er til sóma??? Ekkert, nákvæmlega ekkert. Nema þetta kaffihús.

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Við þetta verður að bæta að Segafredo framreiðir besta kaffi á Íslandi. Um það verur ekki deilt.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 13.7.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

góður...

annars er þarna einn og einn róni til mikillar prýði og sóma fyrir borgaryfirvöld...sér í lagi núna, þegar mannlífið iðar af túristum.

Bestu óskir um gott gengi í þínu. 

Heiða Þórðar, 21.7.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband