Kleppur og krítík

Ég söng á 100 ára afmćli Klepps um daginn. Sagđi ţeim eftirfarandi reynslusögu sem er alveg sönn.

Ţegar ég bjó í Ţýskalandi var brotist inn til mín um miđja nótt, hurđin barin niđur og flaug inn á gólf međ körmum og öllu. Ég stökk fram á gang og sá ţar mann sem sagđi ađ lyfjaframleiđendur ćtluđu ađ sprengja götuna í loft upp. Hann lofađi mér milljóna skađabótum fyrir hurđina og hljóp svo inn til sín og byrjađi ađ henda húsgögnum niđur stigaganginn. Ég hringdi á lögregluna sem kom, elti manninn uppi og króađi hann af í dimmum stigaganginum. Ţeir lýstu hann međ vasaljósum og einn lögreglumađurinn spurđi: hver ertu? Mađurinn sem hafđi fariđ hamförum róađist allt í einu, umbreyttist í einum vetvangi, breiddi út fađminn og svarađi "Jesús Kristur". Viđ ţetta svar ruddist lögreglan upp, handjárnađi manninn og pantađi hvíta bílinn sem ók honum beint á nćsta hćli. Ég sá hann aldrei eftir ţetta. Ţessi atburđur sótti á mig eftir ađ ég kom heim til Íslands, sérstaklega eftir ađ ég fór ađ horfa á Ómega. Jesús er nefnilega ekki alltaf svariđ!

Bryn Terfel og  Dmitri Hvorostovsky fengu ágćta krítík fyrir tónleikana síđna á Listahátíđ, svona um 3 stjörnur í Mogganum hvor. Hvađ ţarf ég ţá ađ gera til ađ verskulda a.m.k. eina stjörnu? Viđ hvađ er miđađ? Mađur hefur nú oft hlegiđ ađ bullinu í krítíkerunum sem koma úr drama leikhúsinu og fara ađ tjá sig um óperur. Sá sem ekki getur lesiđ hljómsveitarskor á ekki ađ tjá sig um óperusýningar sagđi Stefan Zweig um R.Strauss krítíkerana hér í denn.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyr heyr

Bjarni Thor (IP-tala skráđ) 28.5.2007 kl. 19:03

2 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Mér heyrist eiga viđ "Kleppur er víđa".

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 28.5.2007 kl. 21:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband