Kaffi Hljómalind, Kleppur og Kerran

Ég söng tvær barokkaríur á Kaffi Hljómalind í gær ásamt strengjasveit. Það gleymdist að vísu að auglýsa viðburðinn en stregjasveitin byrjaði á Árstíðunum eftir Vívaldi. Þarna sat ég við gluggann á þessu litla kaffihúsi og hlustaði á Vorið eftir Vivaldi þegar haglélið kom. Túristarnir hlupu eins og flóttamenn undan stórskotaliði í allar áttir en mér leið eins og aðalpersónu í kaffiauglýsingu undir þýðum hljómi tónlistarinnar.  

Ég fór tvisvar til Keflavíkur í gær, það gerist oft og stundum þrisvar. Ég fékk kerru lánaða hjá vini mínum og flutti 2 tonn af utanhússflísum og álprófílum með henni til Keflavíkur. Þetta var tveggja hásinga kerra og mikil smíðum. Þegar ég ætlaði að skila henni í morgun stóð kerra vinar míns fyrir framan húsið en festing sem fylgdi kerrunni sem ég var með var fyrir utan hjá nágrannanaum. Ég hafði þá tekið vitlausa kerru. Fór samt inn og þakkaði fyrir lánið, ég þekkti ekki nokkurn mann en heyrði samt tautað á eftir mér "er þetta ekki söngvarinn?".

Fór á Klepp í dag að funda með starfsmannafélaginu. Spítalinn á 100 ára afmæli og þá þarf að leita að skemmtiatriðum út fyrir stofnunina. WHY ME!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband