London, Siðmennt og ég

Steypan er enn að þorna fyrir þá sem bíða spenntir.

Er að skreppa til London í dag á tónleikana hjá Garðari Thór, en útgefendurnir vildu allt í einu hafa tónleikana í september en hvað um það, ég fer samt. Í ljós hefur komið að margir vinir og kunningjar sem ætluðu á tónleikana ætla samt að fara og gera sér glaðan dag. Það er ágætur hópur búinn að bóka sig á hótelið og skarinn ætlar að byrja á Sushi á Soho í kvöld.

Ég hef mikið gaman að félagsskap sem kallar sig Siðmennt. Þeir ruddust fram á ritvöllinn þegar Birgismálið komst í hámæli og heimtuðu ríkisrekin meðferðarúrræði eingöngu. Svo kom Breiðavíkurmálið upp. Þá skrifaði enginn neitt og ekki hef ég séð neinar greinar frá þeim um klámráðstefnuna. Siðmennt skrifar bara gegn Jésutrúarfólki á opinberum vettvangi. Ég hef líka séð þá skrifa um borgaralega fermingu, en það virkar á mig eins og sojakjöt. Ég var ekki fermdur og fékk enga sérstaka fræðslu þegar ég var 13 ára til að vera eins og hinir. En þegar ég reif einu sinni kjaft við kennarann minn var ég sendur aftur til að biðjast afsökunar. Því gleymi ég aldrei.

Mér var hugsað til þeirra um daginn þegar fréttamenn heimsóttu kaþólska prestinn sem leiddi okkur í allan sannleikann um öskudaginn. Þarf þá ekki að finna samhliða þessu dag sem tengist ekki kirkjunni! T.d. rusladaginn þar sem trúlausir hreinsa garða nágranna sinna og fá nammi fyrir!

Ég er að sjálfsögðu ekki hlutlaus í þessari umræðu enda á ég langan feril að baki sem kirkjunnar maður. Því fer víðs fjarri að ég sé sáttur eða sammála öllu því sem frá lærisveinum meistarans kemur, en fjölbreitt mannlíf og lífsgleði er það sem ég tel eftirsóknanvert. Síðan eiga foreldrar að ala börnin sín upp með þeim hætti að stöðugt áreinti fjölmiðla, tölvuleikja, trúboða, skola o.s.fr. sé hluti af þeirri menningu sem við lifum í - og gera börnin að heilbrigðum einstaklingum sem kunna að velja og hafna. Það geta bara ekki allir alltaf verið sammála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

Kvitt - Sammála og takk fyrir síðast. Þið félagar voruð frábærir þarna í Garðinum um daginn!

Bragi Einarsson, 4.3.2007 kl. 20:51

2 identicon

jú, margt í mörgu í maganum á henni Björgu!!

Það er jú ekki létt að ala börn upp í flótta frá þjóðfélaginu, sennilega betra eins og þú segir að kenna þeim að velja. Þ.e.a.s velja fyrir þau fyrst um sinn, og skýra hvað liggur að baki því.

Minn er hættur að tala í auglýsingafrösum eins og hann gerði gjarnan um 4ra ára aldurinn eða: Mamma, Bónus býður betur! og Orkan er með ódýra bensínið og Frissi Fríski safinn er góður fyrir mig! og og og .......

Í staðinn er hann farinn að finna eigin rök eins og :

ég er með ofnæmi fyrir þorramat! 

hulda björk (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 10:36

3 identicon

jú, margt í mörgu í maganum á henni Björgu!!

Það er jú ekki létt að ala börn upp í flótta frá þjóðfélaginu, sennilega betra eins og þú segir að kenna þeim að velja. Þ.e.a.s velja fyrir þau fyrst um sinn, og skýra hvað liggur að baki því.

Minn er hættur að tala í auglýsingafrösum eins og hann gerði gjarnan um 4ra ára aldurinn eða: Mamma, Bónus býður betur! og Orkan er með ódýra bensínið og Frissi Fríski safinn er góður fyrir mig! og og og .......

Í staðinn er hann farinn að finna eigin rök eins og :

ég er með ofnæmi fyrir þorramat! 

Og, takk fyrir síðast!!! þið söngbræður voruð stórkostlegir í afmæli systur minnar, eftirminnilegt!! 

hulda björk (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 10:38

4 identicon

er steypan enn að þorna Davíð minn?

hulda björk (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband