Boltinn, kórferðir og þjálfarar.

Fór með frúnni í kórferðalag til Austurríkis í byrjun mánaðarins. Hún stjórnar Breiðfirðingakórnum og ég fékk að fljóta með í ferðina út á nokkur einsöngslög. Austurríki breytist hægt ef nokkuð. En það var frábært að fá að vera bara túristi í landi sem maður hefur heima í í mörg ár. Við keyrðum bara um sveitavegi og það var áberandi að ekki var ryðgaður traktor eða Landrover fyrir utan eitt einasta bóndabýli. Ekki ryðgað dekk eða nokkur hlutur. Annað sér maður hér um sveitir.

Þegar ég var að læra í Vínarborg töpuðu þjóðverjar einhverjum mikilvægum leik í fótbolta. Þýsku samstúdentar mínir voru að ræða þetta í kaffiteríunni og vildu reka þjálfarann. Ég sagði að það væri góð hugmynd, og að lausnin yrði að fá austurrískan þjálfara...... ! Úffff, þeir hlógu ekki.

Viku seinna spiluðu þjóðverjar við bandaríkjamenn. Vinur okkar með millinafnið VON sagði að kaninn hefði aldrei unnið Þýskalandi. Jú, sagði vinur minn frá Króatíu, 1945!!! Ég hef aldrei séð feitan tenor hlaupa eins hratt á ævinni.

 Við komum við í klaustrinu Melk í Niederösterreich. Þar var myndin Nafn Rósarinnar tekin upp. Magnað að skoða bókasafnið þar. Ef íslensku handritin hefðu haft slíkt heimili væri nú eitthvað meira varðveitt að þeim leðurskruddunum. Þetta bókasafn er notað af nemendum kaustur-menntaskólans sem eru strákar og stelpur úr héraðinu. Þetta er safn í fullri notkun.

Melk-Library%20Small

 Ef þið viljið sjá fleiri mögnuð bókasöfn í sama flokki kíkið á:

http://curiousexpeditions.org/?p=78

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband