Steypan, pólskan og Öskubuska

Nokkuð hefur borið á leti og bloggkvíða undanfarið enda nokkuð annasamur Þorri að baki.

Sem fyrr segir keypti ég mér hús í Litháen og það stendur núna í innkeyrslunni hjá mér í þremur 40 feta gámum. Sem betur fer eru engir nágrannar byrjaðir moka í nágrenninu svo að sökkullinn stendur eins og í fyrsta þættinum af Húsinu á sléttunni. Ég man eftir þeim þætti í svart/hvíta sjónvarpinu sem tók 50 sek að hita lampann til að fá mynd. Maður kveikti á sjónvarpinu og fór svo inn í eldhús til að fá sér eitthvað áður en myndin birtist.

 

Í gær var svo stóri dagurinn. Við feðgarnir steyptum kl 13.00. Það er tvennt sem er breytt frá því í gamladaga þegar við vorum að byggja bílskúra. Steypan kemur blautari og þornar hraðar. Eftir að hafa jafnað hæðina vel skrapp ég heim að ná í vatn. Þegar ég kom til baka var pabbi eins og óður maður að berja á steypunni, svona eins og þegar ísbjörn er að reyna að ná í feita selinn undir ísnum. Við vorum búnir að missa það eins og hann orðaði svo pent. Við börðum á steypunni eins og óðir menn og fórum með bænir.

Picture 099  Picture 095

Þetta var þegar steypuvinnan var hálfnuð. Merkilegt að þegar ég þarf að vinna í húsinu er Airbus 380 þotan komin Íslands að æfa lendingar í sterkum hliðarvindi.

Það var með þetta eins og Húsið á sléttunni. Þetta fór vel og allir lærðu sína lexíu. Næst verðum við með túlk þegar steypubíllinn kemur.

 Mig hefur oft langað til að fá mér myndavél sem tekur upp allt sem gerist fyrir framan mig þegar ég er að keyra. Á laugardaginn mætti ég bíl á Laugarveginum, stuttu áður sá ég bíl taka hægri-beygju á Miklubrautinni - frá vinstri beygju akrein og þvert fyrir 3 akreinar rétt áður en það varð grænt. Í gær sá ég svo bíl taka fram úr vörubíl með því að keyra uppi á umferðareyju með tvö hjól.

 Ég var með nokkurn kvíða þegar ég sá þáttinn Tónlistin er lífið í sjónvarpinu sl. sunnudag. Þátturinn var tekinn upp fyrir um ári síðan. Þegar ég fór að hitta Ara Trausta hélt ég að við værum að fara að undirbúa þáttinn, en hann mætti með allt bixið og var til í töku. Ég var nokkuð viss um að hafa ekki heyrt nógu vel í píanóinu og það kom í ljós í fyrsta tóndæmi.... íííí´aðeins undir tóni. Annað slapp held ég.

Daginn eftir fór pabbi á karlakórsæfingu. Flestir höfðu séð þáttinn og voru að skipuleggja hópferð á Öskubusku eftir Rossini..... sem var sýnd fyrir ári síðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband