KosningaTV, brottkast og ég

Jæja, kæru vinir, kominn aftur eftir smá hlé. Datt út vegna söngvaraballs og breyttra fjölskylduhaga.

 Húsið er orðið fokhelt og ég hef ekkert gert síðan ég fékk vottorðið, margt um það að segja.

Þegar ég var lítill drengur elskaði ég að horfa á kosningasjónvarpið. Ég horfði á allt bla blaið til að sjá Halla og Ladda á milli bla bla talna. Þá var "Sundin okkar" einu sinni í viku og annað barnaefni ekki í boði. Síðan stækkaði ég og varð svo frægur að fá að syngja í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrir fjórum árum. Við Kurt Kopecky mættum í myndverið um miðnætti og þurftum að bíða í tvo tíma til að komast að. Þá varð ég vitni að merkilegum samræðum. Í græna herberginu sátu allir frægustu fréttaskýrendur landsins. Ég gekk inn í herbergið og heilsaði. Enginn tók undir kveðjuna nema Ingvi Hrafn sem var kampa kátur. Ég kom víst inn í umræðuna að það væri fáránlegt að vera  með skemmtiatriði í kosningasjónvarpi. Svo byrjaði skemmtiatriði sem við horfðum á sjónvarpsskjá inni í græna herberginu og þessir fréttamenn blótuðu allan tímann. Eftir skemmtiatriðið var kallað í tvo fréttastjóra og þá barst frygðarstuna um herbergið. Þeir fóru inn í myndverið og töluðu um skoðanakannanir og sjálfa sig. Seinna um nóttina söng ég og gerði nokkuð vel, svona eurovision tengt lag. Ég gekk út úr myndverinu og kvaddi alla spekúlantana í græna herberginu; enginn kvaddi enda var Ingvi Hrafn farinn. Vorum við ekki annars allir á sömu forsendu þarna?

Ég hafði gaman að auglýsingum flokkanna. Flest var innan marka en þegar ég sá brottkasts auglýsingu Frjálslyndra hló ég. Þetta var allt saman þorskur yfir 50cm og svo stórum fiski hendir enginn íslenskur sjómaður. Þetta hefur ekkert með kvótakerfið að gera, það er svindlað í öllum kerfum.

 Ég skal vera duglegri kæru vinir og vandamenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með að vera kominn aftur og húsið lítur mjög vel út. Þú ert svo duglegur Davíð. ps. skemmtiatriðin eru það besta við kosningasjónvarpið en ég náði samt ekki af hverju var verið að kenna okkur að strauja skyrtu. Guja

Guja (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband