Ljót hús og kassablokkir

Það hefur orðið hlé á bloggfærslum eftir að kuldinn fór niður fyrir -6 gráðurnar. Gaman að byrja byggingaframkvæmdir í kaldasta janúarmánuði allra tíma!

Sem fyrr sagði seldi ég gamlan kjallara í Vesturbænum og ætla að byggja mér hús heima í Reykjanesbæ fyrir peninginn og kaupa mér stóran jeppa fyrir afganginn. Ég lét teikna hús sem mig langar að búa í og ef ég sel það verður það vistlegt hús sem öllum getur liðið vel í. Það sama verður ekki sagt um kassalaga bárujárnsblokkirnar sem allir verktakar virðast vera að byggja. Þetta er metnaðarlaust drasl og er sjónmengun sem komandi kynslólðir munu þurfa að þola.

Einu sinni var Ungverji í heimsókn hjá mér í Vínarborg. Hann fann bók um Reykjavík á borðinu hjá mér, fletti bókinni, benti svo á mynd af Háaleitisbrautinni og sagði: hvers vegna ætti ég að koma til Íslands? Það er allt fullt af svona húsum í Rússlandi.

Það eina sem komið í veg fyrir sjónmengunina er að kaffæra öll þessi hús í gróðri, fallegum trjám og klifurjurtum. Ég sá ljótu kassablokkirnar á Arnarneshæðinni auglýstar í gær. Núna fylgir gólfefnaúttlekt, þvottavél, þurrkari og útsýni með. Það er víst ekki slegist um þetta sýnist mér. Verktakar ættu ekki að byggja hús nema þeir væru til í að búa þar sjálfir. Hallgrímur Helgason benti líka réttilega á að allir frægustu arkitektar landsins byggju í 101 Reykjavík, eina hverfinu sem þeir teiknuðu ekki sjálfir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

Kvitt, en lítur Reykjavík út eins og Rússland! Ég hefði barasta aldrey trúað því!

Bragi Einarsson, 22.1.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband