Látum oss byggja

Þá er maður loksins búinn að rétta daginn af. Fyrir einu og hálfu ári seldi ég kjallarann minn í Vesturbænum og á morgun byrja ég að byggja heima í Reykjanesbæ. Jú, þetta er val, en klikkunin er sú að maður byggir gott einbýlishús fyrir utan Reykjavík fyrir andvirði kjallara..... og fínan bíl fyrir afganginn. Pabbi bíður spenntur eftir að fá að byrja.

Pabbi minn er húsgagnameistari. Sem ungur maður var hann byggingarstjóri á tveimur stórum fjölbýlishúsum í Keflavík. Síðan var hann verkstjóri í stærstu glugga og hurðaverksmiðju landsins í mörg ár auk fjölda húsa og bílskúra sem hann sá um að byggja. En hann má ekki vera byggingarstjóri á kofanum mínum skv. nýjustu reglum. Hann er mjög sár og móðgaður og ég skil það vel.

Erfingjar Jóhannesar úr Kötlum eru vissir um að hann hefði ekki leyft Alcan að nota ljóðið sitt í auglýsinguna frægu. Fyrsta erindið sem sungið var er reyndar ekki eftir Jóhannes. Ætli hann hefði verið sáttur við að láta syngja textana sína í kirkjum landsins? Ætla ættingjarnir að stöðva það, af því að hann var sósíalisti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til lukku með að byrja bygginguna þína á morgun!!  Nú fer ég að taka sunnudagsrúntana suður eftir til að fylgjast með járnabindingum og uppslætti...... eða þannig var það þegar pabbi byggði húsið sem við misstum í verðbólguna á þeim árum. Það rifjast upp fyrir mér þegar ég var 9 ára að hjálpa pabba við grunninn, taldi mig vera hinn smiðinn að húsinu enda mikið fyrir smíðina! En hvernig er það í dag? er bara komið með veggina á staðinn?

 kveðja hulda.

hulda björk garðarsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 10:27

2 identicon

Blessaður Davíð og gleðilegt ár og allt það.

Þú ætlar að byggja - ekki þó á Stapanum? Andskotinn hafi það, þó þú hafir þokkalega rödd þá er óþarfi að spandera henni í það að garga uppí vindinn og framan í múkkann! Annars er gaman að sjá að þú ert farinn að blogga - og þó ekki, ég óttast stundum að þeir sem blogga sem mest eigi sér ekkert líf;) En ég veit að það er ekki svo með þig félagi. Fer ekki aðp koma tími á kaffi?

Kveðja, Guðmundur Brynjólfss.

Guðmundur (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband