Ariadne og Köben

Ekki verð ég sakaður um leti þótt færslum fækki. Þetta er búin að vera mikil törn. Frumsýning á Ariadne á morgun og ég svona rétt mátulega búinn að læra sporin. Aldrei á ævinni hef ég æft eins mikið fyrir svo lítið. En vonandi er það þess virði. Andinn í hópnum er góður og við erum hásir af hlátri frekar en söng. Það veit á gott þykir mér.

Ég skrapp til Köben sl helgi og söng í Tivolí með Stebba og Helga. Það var ævintýri líkast og gaman að skreppa í úðlanda að syngja.

Jói Björns vinur minn í siðmennt var að kvarta undan kirkjuklukkum. Ég vaknaði kl 6 á laugardagsmorgni við ráðhússklukkurnar í Köben. Það var klukka en ekki kirkja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband