Þjóðverjar, vorið og nútímatónlist

Það er vor í lofti þó að lóan hafi grafið sig í fönn í morgun. Sl. föstudag söng ég óperu Hafliða Hallgrímssonar Víröld fláa með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það kom hópur af Þjóðverjum og Englendingum sem sungu með. Þýski tenórinn hefur sungið verkið mörgum sinnum á sviði og kunni það utanbókar. Hann gekk að hljómsveitarstjóranum á fyrstu æfingunni og sagiðst ekki nenna að æfa þetta allt aftur því að hann væri hvort sem er mörgum deildum ofar en við hin í þessum bransa. Ég ákvað að lækka í honum rostann og sagði honum að íslenska útgáfan væri þríund hærri en sú þýska. Hann horfði á mig skelfingu lostinn enda var ég ekki einu sinni búinn að heilsa manninum.

Æfingarnar voru skemmtilegar og andrúmloftið gott. Frumtextinn er skrifaður með alskonar meðvitðum villum. Þessar villur fengu að halda sér í íslensku þýðingunni. Ekki vissu allir af því enda var beðist afsökunar á innsláttarvillum fyrir tónleikana um leið og fólk var beðið um að slökkva á farsímunum. Fréttastofan hringdi meira að segja í mig og spurði mig hvurslags orðskrípi Víröld fláa þýddi, hvort það ætti ekki að vera VERÖLD. Jebbs, það var lóðið.

Ég elska hámenningu Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband