9.2.2008 | 11:57
La Trallalavíata
Fór á frumsýningu óperunnar í gær á La Traviata. Frábær sýning og geggjað að heyra í Sigrúnu Pálma og Tómasi Tómassyni, öllum öðrum ólöstuðum. Tómas lagði undir sig sviðið með mögnuðum söng og sannfærandi leik. Hann var eins og "strætó þversum á breiðgötu" eins og Guðmundur Jónsson lýsti einhverjum stórsöngvara hér í denn.
Athugasemdir
Þegar þú notar þessa líkingu spyr ég til að skilja betur hvað þú átt við; Mætti segja að hann hafi verið eins og örkin hans Nóa í baðkari??
Ásgeir Páll Ágústsson, 13.2.2008 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.