Ég er að læra íslensku og eftirlaunaþegar

Ég fór á bensínstöð um daginn. Þar var ung stúlka að afgreiða sem er ekki í frásögu færandi nema að hún var með barmmerki sem á stóð "ég er að læra íslensku". Þetta fannst mér magnað og viðmót allra í búðinni var annað. Allir brostu og lögðu sig fram, töluðu hægt og notuðu ensku þegar ekki annað dugði. Þetta er eitt það flottasta sem ég hef lengi séð.

Annar plús. Fór í Húsasmiðjuna í dag. Ég var að leita að skrúfum fyrir útdauðar rafmagnsdósir ásamt fylgihlutum. Í fyrsta skiptið fékk ég 100% þjónustu. Gamall maður afgreiddi mig og vissi nákvæmlega hvað ég var að tala um, þekkti skrúfustærðina, tappana og vissi í hvaða rekka steinborinn var sem passaði við. Hann var kurteis, vissi hvað hann var að segja, lagði sig fram og reyndi ekki að fela sig þegar næsti kúnni nálgaðist.

Pabbi minn er kominn á eftirlaun. Eins og ég hef fyrr sagt fór hann á námskeið hjá tryggingasérfræðingi. Hann hafði ekki margt að segja en sagði þó "vinnið eins mikið svart og þið getið". Sem betur fer eru að verða breytingar á. Eftirlaunaþegar eru topp starfskraftar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Hvers vegna ert þú að kaupa skrúfur í Húsasmiðjuni.... og bora.

www.forch.is allt sem þú þarft.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 10.2.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband