Gleðilegt ár, Rússar og óperur

Gleðilegt ár alle sammen. Ég byrjaði að blogga svo að ættingjar og vinir gætu fylgst með húsbyggingu hjá mér heima í Reykjanesbæ. Það þarf ekki að orðlengja þetta frekar, húsið er selt og ég búinn að kaupa í Mosfellsbæ þar sem ég mun setjast að ásamt sposu minni og familí. Þetta verður vonandi síðasta húsið sem ég tek í gegn í bili...... í bili!

Ég er mikill áhugamaður um alla fjölmenningu og gömlu góðu Evrópu. Um áramótin sungum við Stefán fyrir hóp af Rússum á Kaffi Reykjavík. Við náðum upp fínni stemningu og sungum Elvis og Abba við góðar undirtektir. Ég var samt ekki alveg grunlaus og spurði fararstjórann hvort Rússar þekktu Abba almennt. Hann horfði á mig og svaraði "Njét, ekki baun". Rússar hafa bara gaman að góðum söng, sama hvað sungi er.

Þetta er ekki ólíkt íslenskum óperugestum. Þeir þekkja ekki óperur en hafa gaman að góðum söng. Í Austurríki hafa menn hinsvegar gaman að góðri túlkun karaktera og sannfærandi leikstjórn. Það er eitthvað í það hjá okkur.

 Ég fetti hér fingur út í Siðmennt og hugmyndir þeirra um presta í skólum. Þeir gerðu mjög afdrifarík mistök í þessari baráttu sinni. Hefðu þeir sagt "við mótmælum kristniboði í skólum" hefði ekkert gerst. Ein þeir mótmæltu heimsókn presta í skóla og að þeir væru með trúboð. Málið er að prestar gegna svo mörgum störfum sem tengjast ekkert trú eða trúboði. Fólk sem skilur fer ekki til prests til að fá afstöðu kirkjunnar og Jesú til skilnaðar, eða sjúkrahúsprestar sem mæta og spjalla við sjúklinga, eða prestar sem veita áfallahjálp. Ég held að mjög fáir líti á presta sem trúboða hreint út sagt. Þess vegna hefði Siðmennt átt að leggja meiri áherslu á að tala gegn trúboði í skólum en ekki persónugera það í prestum.

 Er annars ekki aðfangadagur í Rússlandi í dag? Gleðileg jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með húsið í Mosó  Bíð spennt eftir heimboði þegar þar að kemur.

kv. Elma og co.

Elma (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband