25.11.2006 | 00:43
Söngur og sorp
Margir sjá í dýrðarljóma starf óperusöngvara. Við Stefán hófum daginn á því að fara í Gámaþjónustuna og syngja þar sem leynigestir fyrir hóp verkfræðinga og tæknimanna. Upphaflega átti að loka okkur inni í gámi, keyra inn og þannig áttum við að koma syngjandi út. En það var of kalt svo að hugmyndin var slegin af..... ekki of kalt fyrir okkur, onei. Verkfræðingunum hefði orðið kalt við það að opna út og keyra gáminn inn.
Við vorum því sendir inn bakdyramegin. Þar óðum við í gamalli mjólk og sojasósu með lyftarana í tango við smókingklædda herramennina. Vá, við tókum okkur stöðu við dyrnar sem við áttum að eiga okkar grand auftritt. Yfir þessum dyrum var færiband með pressuðu sorpi og aðeins einn staður sem hægt var að standa á án þess að verða undir slorinu. Við Stefán ljómuðum eins og fermingarbörn í drullupolli. Nánar í næsta skeyti. Flýg til Noreg í fyrramálið til að syngja í afmæli.
Davíði og Stefánsson undir sorpfæribandi hjá Gámaþjónustunni. Davíð heldur á myndavélinni og virkar því nær og feitari!!! Sjúr!
Athugasemdir
Hlakka til að lesa meira um þennan "sorpsöng" hjá ykkur félögunum. Annars hef ég aldrei heyrt né séð prógramið ykkar. Vantar ykkur ekki einhvern tímann driver?
Bjarni (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.