22.11.2006 | 22:35
Trúfræðsla vs Trúboð
Gamall og góður bekkjarfélagi minn úr Keflavík, Jóhann Björnsson, var að mótmæla trúboði í Kastljósinu um daginn. Þetta er þörf umræða. Um 90% þjóðarinnar telst vera kristin og ég er nokkuð sammála því að ríkið eigi ekki að standa í trúboði. Hinsvegar hefur enginn mótmælt jóla- og páskafríum og ég veit ekki um marga sem hafa neitað að taka sér frí á öðrum í Hvítasunnu. Íslendingasögurnar eru fullar af trúboði og í niðurlagi taka menn kristna trú og læra að fyrirgefa og konur ganga í klaustur. Völuspá er Orðskviðir Salomóns og Opinberun Jóhannesar á íslensku. Reyndar er líka morgunbæn á rás 1 en þá eru flestir sofandi svo að það pirrar menn síður.
Kristin samfélög eru oftast tilbúin að taka tillit til þerra sem eru þeim ósammála. Ég spyr mig oft hvort að þeir sem mótmæla kristinfræðinni hæst séu tilbúnir að umbera aðra yfirleitt. En mitt í öllu þessu setja trúaðir og trúlausir skóinn út í gluggann og leyfa börnunum sínum að trúa á jólasveininn, köttinn, Grýlu og Leppalúða. Um það deilir enginn. Amen.
Sá svolítið eftir því í dag að hafa lært í 8 ár á trompet. Var að reyna að spila á píanó
Athugasemdir
Það trúa allir á jólasveininn
Nonni (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.