FÍH og Kastljósið

Kórar og hljómsveitir í óperuhúsum Þýskalands standa þétt saman. Það valtar enginn yfir kórinn eða hljómsveitina. Hinsvegar er alltaf níðst á fastráðnum sólistum. Ástæðan er einföld. Ef einsöngvarar ákveða að syngja ekki vegna einhverra deilumála, nægir óperustjóranum að hringja í þá sem alltaf hafa verið í aukahlutverkum og bjóða þeim aðalhlutverk. Slíkur hópur stendur aldrei saman.

Kastljósið er hætt að greiða fyrir tónlist og FÍH biður félagsmenn sína að koma ekkki fram í Kastljósinu nema gegn umsömdum greiðslum. Ákveðinn kjarni mun leggja baráttunni lið en hinir munu fagna. Færri klassískir gaul- og sargarar fyrir vikið. Það er of mikið í húfi. Kynningarmátturinn er of mikill og það að komast framfyrir röðina í Kastljósinu er bara lottóvinningur. Það mun því miður aldrei verða samstaða um þessi mál.

 Það er eitthvað bogið við að skrifa athugasemdir hér á mbl blogginu. Allir verða að gefa upp netfang en enginn vill gera það. Hefði frekar átt að skrifa á útlendri síðu sem er alveg sama um þá sem skrifa athugasemdir. En gestabókin er opin skilst mér.

 Sá löggubíl bakka á nýjan Lexus-jeppa í dag. Ætli konan á Lexusinum hafi hringt á hina lögguna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður aldrei skortur á tónlist í Kastljósinu. Onei.

Óli (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 21:54

2 identicon

Þetta er athyglisvert. Þó kynningarmáttur Kastljóss sé mikill vildi ég líta svo á að það sé fyrir sjónvarpið að tónlistarmennirnir koma fram en ekki öfugt. Þ.a.l. á þessi ríkismiðill að frelsa sig frá markaðshugsun á þessu sviði og auðvitað borga (málamynda) greiðslur fyrir tónlistarflutninginn. 

Bjarni (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband