Vort líf, vort líf

Vegna tveggja áskorana hef ég látið undan þrýstingi og er nú byrjaður að blogga. Maður verður sjálfsagt fljótlega dæmdur hælistækur en ég er með vottorð.

Hvað viljið þið vita? Söng eins og vitlaus maður alla helgina og endaði á Hótel Selfossi og það kom jarðskjálfti þegar við Stefán sungum Undir dalanna sól. Við gerðum hlé á laginu og tilkynntum að þetta hefði verið kosningaskjálftinn í kjördæminu, síðan endurtókum við viðlagið. Annars virka þessir Árborgar Túborgar brandara frekar billegir. Þeir eiga að halda hausi og kalla sig Vínarborg. Stíll yfir því.

 Við óperu-ídívurnar Davíð og Stefán sungum einnig á styrktarsamkomu fyrir barnaheill á Hótel Sögu. Mér finnst oft þarfara að styrkja börn til náms en að púkka upp á pólitísk kerfi í löndum sem funkera hvort eð er illa. Meðvirkir segja oft við hjónaskilnað: æji, mér tókst ekki að breyta honum/henni. Sama er með kynslóðirnar. Ég vann við að byggja barnaskóla í norðurhluta Pakistan fyrir mörgum árum. Börn voru að vinna erfiðisvinnu allt í kringum okkur. Skólinn var fyrir stelpur og stráka og þau börn sem þar læra að lesa og skrifa verða föðurbetrungar. Börnin sem við menntum í dag munu breyta þjóðfélögum, ekki núverandi stjórnarherrar.

 Óperu-ídívurnar

Óperu-ídívurnar æfa á hverjum morgni kl 07.00 eftir að hafa hlýtt á Orð dagsins á RUV.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband