24.4.2008 | 08:40
Springtime for Hitler
Gleðilegt sumar........ það kemur alveg örugglega í ár. Við Stefán sungum inn sumarið fyrir Fjölmennt í gærkveldi á Nordica. Það var einlæg gleði sem skein úr hverju hjarta. Við vorum klappaðir upp en í aukalaginu var eftirrétturinn borinn fram og þá minnkaði heldur áhuginn á okkur. Þetta var svo frábært og einlægt.
Stefán var að versla í Nóatúni í gær þegar stór Econloline brunaði upp að búðinni og út stormuðu nokkrir uppábúnir og fullir Hitlerar. Þeir stormuðu um búðina og einn þeirra gekk að afgreiðslukonunni og öskraði: ef þú værir ekki ljóshærð þá straffi saktan fjört í schnitzel und sauerkraut! Við þessi öskur komu tveir hlaupandi og smelltu hælum fyrir aftan foringjann og öskruðu Heil Hitler. Seinna um daginn sáust þessir náungar marsera um átakasvæðið við Rauðavatn, þeir voru víst að dimmitera blessaðir.
Ég mæli með myndinni The Producer, bæði söngleiknum og leiknu myndinni. Í uppsetningu á söngleiknum Springtime for Hitler fer allt úrskeiðis og að lokum er það samkynhneigður dansari sem tekur að sér hlutverk foringjans. Geggjað!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.