17.11.2007 | 10:49
Alvöru vandamál !
Þegar ég vann við hjálparstarf í norður Pakistan voru helstu vandamálin opið klóak sem flóð yfir allar götur á morgnana, 25% barnadauði og ættbálkaerjur með tilheyrandi hefndarmorðum. Þegar ég bjó í Austurríki var búið að gera alla sátta við eftirlauna- og heilbrigðiskerfið svo að helstu vandamálin samkv. forsíðum blaðanna voru deilur um nýju leikhússtjöldin í Ríkisóperunni og að finna nafn á nýfæddan flóðhest í dýragarðinum. Hann fékk að sjálfsögðu nafnið Aida.
Ég var að hugsa um þetta þegar ég fór á tónleika Sinfóníunnar sl fimmtudag. Píanóið er alveg skelfilegt og hljómburðurinn verri svo að út kom gormkennt glamur sem minnti helst á hljóðkerfin sem fylgdu 16mm sýningarvélunum hér í denn. Er þetta ekki alvöru vandamál?
Ég held að ég verði á Rás 1 á morgun í þættinum Hvað er að heyra. Þetta er svona spurningakeppni í anda Kontrapunkts. Maður fær að fikra sig að svarinu og svo er gefið stig fyrir að hafa geta þetta svona næstum því. Þátturinn var tekinn upp fyrir 2 vikum. Ég var líka beðinn um að vera í Útsvarinu fyrir Reykjanesbæ. Því miður hef ég ekki taugar í þessháttar sprell. Það er þægilegt að svara öllu heima í stofu en í beinni stama ég bara.
Athugasemdir
OHHH, ég hefði viljað sjá þig gaur.
Guja (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 22:05
Hoh, þá heyri ég það, mér fannst þetta nefnilega líka um grandpíanóið á senu Háskólabíós þegar ég var þar á þessum sömu tónleikum, en þorði ekkert að segja um það við samgesti mína á þeim, þar sem ég hef ekkert vit á tónlist.
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.11.2007 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.