18.8.2007 | 10:24
Töðugjöld og önnur haustverk
Nú fer að hausta og þá kemst alltaf meiri regla á óregluna. Sumarið var fljótt að líða enda var ég með regnhlíf í Danmörku yfir heitustu júnídagana hér í Reykjavík. Ég ætlaði að bera mig mannalega og fara í laxveiði sl viku. En þegar valið stóð á milli þess á ná smá lit í pallasmíði hér fyrir sunnan eða fara í ísdorgveiði fyrir norðan var ég ekki í vafa..... þó ég væri búinn að borga fyrir stöngina. Ég fór hvergi.
Það er menningarnótt í dag! Við Stefán förum á Sægreifann og tökum nokkur lög. Við gerum þetta ánægjunar vegna því þetta er flottasti veitingastaður borgarinnar. Svo fer ég á málverkasýningu í gamla Heilsuverndarhúsinu og svo brunum við Stefán á Hellu og stýrum þar Töðugjöldum í kvöld. Svo er ég að syngja Schubertmessu með austurrískum kór á morgun, og í afmæli nágranna míns og eitthvað fleira sem ég man ekki þessa stundina.
Jú, haustvertíðin fer að byrja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.