Heimsklúbbur bankastjóra

Öll njótum við velgengni bankanna í aukinni atvinnu og tækifærum. Þeir kalla ekki allt ömmu sína og fá það sem þeir vilja. En sl fimmtudag fékk ég símhringingu frá stóru PR fyrirtæki hér í borg.

PR. Hæ, Davíð, getið þið Stefán sungið á mega samkomu í Valhöll á Þingvöllum á laugardaginn?

Ég: Nei því miður, er að fara á tónleika í Laugardalshöll, búinn að kaupa miða.

PR: Ok

Ég: Fyrir hvern er þetta?

PR: Glitni

Ég: og hver bað um okkur?

PR: Glitnir

Ég: Þetta er aðeins of stuttur fyrirvari, ég er búinn að lofa familíunni smá dinner.

PR: Ok bæ.

Ég: Blessaður

Svo var þetta bara skemmtifundur alheimsklúbbs bankastjóra. Ég var ekkert sár þegar ég las þetta í blöðunum en hingað til hafa bankarnir fengið það sem þeir biðja um. Af hverju var ekki gert yfirtökutilboð í okkur félagana? PR fólk á Íslandi hefur ekki einu sinni vit á að setja pulsuvagninn fyrir framan sviðið hjá verstu hljómsveitinni á útihátíð, hvað þá að díla fyrir hönd bankanna. PR fólk á Íslandi er ekki með í útrásinni.... þeir eru í innrás!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband